Húsbyggjandinn
Það var nokkur áskorun fyrir okkur hjónin ásamt Jóni Birgi þegar við tókum þá ákvörðun að láta reyna á útgáfu Húsbyggjandans. Áður hafði stofan tekið út nokkrar einfaldar teikningar sem kallaðar voru staðalteikningar og boðið sem valkost um ódýrari teikningar. Segja má að þetta hafi verið leikur í samkeppni við stofur sem voru í opinberum rekstri t.d teiknistofur Húsnæðisstofnunar og Landbúnaðarins.
Teikningarnar voru ljósritaðar í A4 formi og settar saman í möppu. Á síðustu metrunum var síðan ákveðið að hafa ýmsan fróðleik á baksíðunum. Þetta voru um 60 bls. í nokkur hundruð eintökum. Til að koma þessu saman voru bunkum af hverri blaðsíðu raðað í röð á borð af stærri gerðinni. Síðan skundaði fjölskyldan hringinn í kringum borðið og við enda þess var komin mappa og eftir hundrað hringi hundrað möppur. Upp úr þessu kom fram hugmynd að gera árssrit í blaðaformi og kalla það Húsbyggjandann.
Á þessum tíma deildum við skrifstofuhúsnæði með Blaða- og fréttaþjónustu Jóns Birgis Péturssonar sem var með í útgáfunni fyrstu árin enda hokinn af reynslu á þessu sviðið. Síðar tóku við kefli hans Magnús Bjarnsfreðsson, Helgi Jónsson og Vilhelm Kristinsson. Mikil metnaður var í allri vinnslu t.d. var ófrávíkjanleg regla að eingöngu skildu vera byggingarvöru tengdar auglýsingar í blaðinu. Fyrsta blaðið var 216 bls. Blaðið var prentað í 10,000 eintökum og dreifðist vel. Í hverju blaði voru teikningar Kvarða kynntar og húsin þar hand teiknuð í þrívídd af Helga Pálssyni innanhúsarkitekts sem þá var starfsmaður Kvarða.
Forsíðan var unnin að Brian Pilkinton, en ég hafði verið í sambandi við hann vegna vinnu minnar fyrir Vírnet í Borgarnesi. Kastaði ég fram nokkrum hugmyndum sem hann síðan útfærði. Meðal nýjunga í blaðinu var listinn “Hvað fæst hvar,, það var lögð mikil vinna í gerð listans, á þeim tíma var ekki til staðar forrit til að flokka mismunandi vörur og þjónustu.
Í dag er hálf absúrd að sjá fyrir sér þessa flokkun síðustu sólahringanna fyrir skil í prentun, þar sem var sólahrings vaktaskipti á að fletta möppunni og raða inná listan. Ef ég man rétt vorum við í eitt skiptið þrír við þessa iðju, ég (Gísli), Óli Geirs og Gissur Sig.
Og því ekki að gera blað úr þessu?
Teikningarnar voru ljósritaðar í A4 formi og settar saman í möppu. Á síðustu metrunum var síðan ákveðið að hafa ýmsan fróðleik á baksíðunum. Þetta voru um 60 bls. í nokkur hundruð eintökum. Til að koma þessu saman voru bunkum af hverri blaðsíðu raðað í röð á borð af stærri gerðinni. Síðan skundaði fjölskyldan hringinn í kringum borðið og við enda þess var komin mappa og eftir hundrað hringi hundrað möppur. Upp úr þessu kom fram hugmynd að gera árssrit í blaðaformi og kalla það Húsbyggjandann.
Á þessum tíma deildum við skrifstofuhúsnæði með Blaða- og fréttaþjónustu Jóns Birgis Péturssonar sem var með í útgáfunni fyrstu árin enda hokinn af reynslu á þessu sviðið. Síðar tóku við kefli hans Magnús Bjarnsfreðsson, Helgi Jónsson og Vilhelm Kristinsson. Mikil metnaður var í allri vinnslu t.d. var ófrávíkjanleg regla að eingöngu skildu vera byggingarvöru tengdar auglýsingar í blaðinu. Fyrsta blaðið var 216 bls. Blaðið var prentað í 10,000 eintökum og dreifðist vel. Í hverju blaði voru teikningar Kvarða kynntar og húsin þar hand teiknuð í þrívídd af Helga Pálssyni innanhúsarkitekts sem þá var starfsmaður Kvarða.
Forsíðan var unnin að Brian Pilkinton, en ég hafði verið í sambandi við hann vegna vinnu minnar fyrir Vírnet í Borgarnesi. Kastaði ég fram nokkrum hugmyndum sem hann síðan útfærði. Meðal nýjunga í blaðinu var listinn “Hvað fæst hvar,, það var lögð mikil vinna í gerð listans, á þeim tíma var ekki til staðar forrit til að flokka mismunandi vörur og þjónustu.
Í dag er hálf absúrd að sjá fyrir sér þessa flokkun síðustu sólahringanna fyrir skil í prentun, þar sem var sólahrings vaktaskipti á að fletta möppunni og raða inná listan. Ef ég man rétt vorum við í eitt skiptið þrír við þessa iðju, ég (Gísli), Óli Geirs og Gissur Sig.
Og því ekki að gera blað úr þessu?