Um Teiknistofuna Kvarða
Teiknistofan Kvarði var stofnuð 1974 af þeim Þorgils Axelsyni og Steinari Geirdal byggingarfræðingum, stofan var þá til húsa að Hringbraut í Reykjavík. Fljótlega varð Þorgils einn um reksturinn eða til ársins 1979 að Gísli G. Gunnarsson byggingarfræðingur keypti stofuna, en þá var stofan til húsa að Skúltúni 6 Reykjavík.
Fljótlega flutti stofan að Bolholti 6 og var þar til ársins 1989 þegar tölvu byltingin hóf innreið sína, en þá gekk Teiknistofan Kvarði til samstarfs með nokkrum aðilum og myndaði Stúdíó Hús, til húsa að Grensásvegi 16. Stúdío Hús var sameingar félag um rekstur húsnæðis og tölva ásamt tilheyrandi jaðartækja.
Teiknistofan Kvarði var með þeim fyrstu sem tileinkuðu sér tölvutæknina, en fyrstu tölvu unnu teikningarnar voru unnar þar 1987, stofan hefur all tíð keyrt á Apple tölvum.
Árið 1993 flutti stofan til Hafnarfjarðar og hefur verið þar síðan. Í dag er stofan til húsa að Hringbraut 17.
Verkefni stofunnar hafa verið fjölbreytt í gegnum árin og skipta verkefnin hundruðum um land allt. Íbúðarhús og þá helst einbýlishús hafa verið í meirihluta en á eftir einbýlishúsum koma parhús og raðhús, þá verslunar og iðnarðarhúsnæði og einnig hefur verið nokkuð um innréttingarverkefni. Þá hafa sumarhúsa teikningar færst mjög í aukana á undanförnum árum auk þess sem Kvarði hefur tekið að sér teikningar vegna viðbygginga og endurbygginga eldri húsa.
Hér á heimasíðunni er að finna ljósmyndir og teikningar af nokkrum þessara verkefna. Ljósmyndirnar tók Birna Magnúsdóttir
Fljótlega flutti stofan að Bolholti 6 og var þar til ársins 1989 þegar tölvu byltingin hóf innreið sína, en þá gekk Teiknistofan Kvarði til samstarfs með nokkrum aðilum og myndaði Stúdíó Hús, til húsa að Grensásvegi 16. Stúdío Hús var sameingar félag um rekstur húsnæðis og tölva ásamt tilheyrandi jaðartækja.
Teiknistofan Kvarði var með þeim fyrstu sem tileinkuðu sér tölvutæknina, en fyrstu tölvu unnu teikningarnar voru unnar þar 1987, stofan hefur all tíð keyrt á Apple tölvum.
Árið 1993 flutti stofan til Hafnarfjarðar og hefur verið þar síðan. Í dag er stofan til húsa að Hringbraut 17.
Verkefni stofunnar hafa verið fjölbreytt í gegnum árin og skipta verkefnin hundruðum um land allt. Íbúðarhús og þá helst einbýlishús hafa verið í meirihluta en á eftir einbýlishúsum koma parhús og raðhús, þá verslunar og iðnarðarhúsnæði og einnig hefur verið nokkuð um innréttingarverkefni. Þá hafa sumarhúsa teikningar færst mjög í aukana á undanförnum árum auk þess sem Kvarði hefur tekið að sér teikningar vegna viðbygginga og endurbygginga eldri húsa.
Hér á heimasíðunni er að finna ljósmyndir og teikningar af nokkrum þessara verkefna. Ljósmyndirnar tók Birna Magnúsdóttir